Sykursýki af tegund 2 er algengasta tegund sykursýki
Sykursýki er í grófum dráttum flokkuð í tegund 1 og 2 en 9 af hverjum 10 sjúklingum hafa tegund 2. Greining sykursýki snýst um styrk glúkósa í blóði (blóðsykur) og helstu einkenni hækkaðs blóðsykurs eru þorsti, tíð þvaglát, þreyta og slen. Insúlín er hormón framleitt í briskirtlinum og er helsta hlutverk þess að opna göng á frumuveggjum, hleypa þannig blóðsykri inn í frumurnar og lækka magn blóðsykursins í blóðinu sjálfu. Það þarf því ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að röskun á starfsemi briskirtilsins getur leitt til sykursýki. Bráð bilun kirtllisins er jú skýringin á sykursýki af tegund 1 en í tegund 2 hefur komið í ljós á síðustu árum að briskirtilsbilun er einnig kjarni málsins. Hins vegar er það svo að flestir þeirra sem hafa sykursýki af tegund 2, hafa einnig aðra röskun á líkamsstarfseminni. Þetta er svokallað insúlínþol en kjarni þess er að frumur líkamans hafa myndað ónæmi eða þol gegn virkni eigin insúlíns. Eðlilega er brugðist við þessu með því að reyna að framleiða meira insúlín og hamra þannig á sykurgöngunum. Þetta gengur svo lengi sem brisið getur framleitt ofgnótt insúlíns, en fyrr eða síðar "gefst brisið upp" og blóðsykurinn hækkar.
Sykursýki af tegund 2 og efnaskiptavilla ásamt fylgikvillum þeirra og offitu eru mestu heilbrigðisvandamál þessarar aldar eins og við öll þekkjum úr fréttum fjölmiðla síðustu misserin. Þetta er ekki bara vegna fjölda nýrra tilfella á heimsvísu heldur vegna þess að sykursýki getur leitt til margra alvarlegra fylgikvilla sem kosta þjóðfélagið stórfé. Þannig látast flestir sykursjúkir úr hjarta- og æðasjúkdómum og gera má ráð fyrir að byrði þjóðfélagsins vegna hjartasjúkdóma sé að talsverðu leyti til komin vegna sykursýki. Á Íslandi tvöfaldaðist algengi sykursýki af tegund 2 á 30 árum frá 1967 sbr. grein hér.
Myndband frá Diabetes UK um sykursýki
Greiningarskilmerki fyrir sykursýki![]() Þó sykursýki snúist margt fleira en blóðsykur er skilgreiningin ennþá fyrst og fremst miðuð við gildi blóðsykurs í mmol/l. Staðfesta þarf hverja einstaka mælingu með annarri mælingu á öðrum degi. Einkennin sem um ræðir í töflunni eru svokölluð primer einkenni sem fyrst og fremst er þorsti, polyuria en einnig þyngdartap og þreyta/slen.
Nýlega hefur einnig verið lagt til að greina megi sykursýki með svokölluðu langtímaprófi eða HbA1c. Viðmiðunargildið er 6,5% eða 48 mmol/mol Efnaskiptavilla
Hvað er það - er það gagnlegt hugtak? Hvar á þetta hugtak heima? Þessar spurningar eru mjög skiljanlegar og raunar mætti hafa umfjöllun um þetta vandamál í sér kafla eða með offitu og lífsstíl fremur en hér - svo samtengd eru þessi vandamál. Önnur nöfn á þetta sama eru kviðfituheilkennið, efnaskiptaheilkennið og ístruheilkennið.
Það hefur verið ljóst um árabil að þessir æðaáhættuþættir ferðast saman en hugtakið náði ekki fótfestu fyrr en uppúr 1988. Erfitt hefur reynst að koma sér saman um skilgreiningu og þáttum vandans fjölgar sífellt. Að mínu mati er hugtakið fyrst og fremst gagnlegt þar sem það dregur athygli að því að sjaldan er ein báran stök. Þol gegn virkni insúlíns er það sem flestir telja sameiginlegt einstökum þáttum heilkennisins en flestir sykursjúkir (SS2) eru insúlínþolnir (insulin resistant). Þó benda nýrri rannsóknir til þess að briskirtilsröskun sé líklega ekki minna mikilvæg og reyndar óhjákvæmileg þegar kemur að myndun sykursýki af tegund 2. Myndin hér að neðan sýnir 3 mismunandi skilgreiningar á efnaskiptavillu (Metabolic Syndrome). Sami einstaklingur gæti verið talinn hafa sjúkdóm skv. einni þeirra en ekki annarri eins og þær eru settar fram núna. Eðlilegast er auðvitað að meta áhættuna hjá viðkomandi einstaklingi heildrænt og samfellt, t.d. með notkun áhættureiknis eins og reiknivél Hjartaverndar sem m.a. gefur kost á að taka mið af ættarsögu, reykingum ofl. sem skiptir auðvitað gríðarlegu máli hvað varðar líkur á hjarta og æðasjúkdómum.
Boðritun
Lengi býr að fyrstu gerð eru orð að sönnu. Það hefur sumsé sýnt sig að þegar um burðarmál má finna vísbendingar um horfur hvað varðar algenga fullorðinssjúkdóma. Þetta hefur verið kallað Barker hypothesis eftir fyrsta fræðimanninum sem kom með faraldsfræðirannsóknir er bentu á þetta.
Hugtakið boðritun eða programming sem talið er liggja til grundvallar þessum faraldsfræðilegu niðurstöðum, lýsir því að skammvinnt áreiti á viðkvæmu þroskaskeiði mótar eða breytir hegðun/starfsemi viðkomandi fyrir lífstíð. Boðritun kynhormóna karla um burðarmál best þekkta dæmið en þetta er einnig þekkt hvað varðar boðritun lifrarensíma og kynhegðunar. Einnig er þekkt hjá t.d. rottum að skammtíma aðskilnaður frá móður eftir fæðingu breytir starfsemi heiladinguls-nýrnahettu öxulsins fyrir lífstíð. Margar hugmyndir eru um það hvernig má boðrita. Vinsælust er kenningin um vannæringu (dæmi: Dutch hunger winter og umsátrið um Leningrad) en álag (stress) og skammvinn ofgnótt sykurstera getur einnig boðritað röskun á sykurefnaskiptum og háþrýstingi. Þetta hefur skírskotun til ástandsins á Íslandi uppúr kreppunni 2008 og umhugsunarvert hve áhrif þeirra sem bera ábyrgð á því ástandi munu verða víðtæk og langvinn - heilsa Íslendinga mun líklega litast af þessu nokkrar næstu kynslóðir. Það er því stutt yfir í kenningarnar um að sykursýki af tegund 2 og efnaskiptavilla séu í raun afbrigði af Cushings sjúkdómi. Svo virðist sem utangenaerfðir (epigenetics) séu mikilvægir áhrifaþættir og miðlar sem hugsanlega skýra af hverju þessi áhrif endast nokkrar kynslóðir en fæðuval er ein aðferð sem má nota til að breyta metýleringu gena. Hér er nýleg yfirlitsgrein fyrir áhugasama. ForvarnirAllmargar rannsóknir hafa sýnt framá það að með heilbrigðum lífsháttum er hægt er að minnka líkur áhættuhópa á að þróa með sér sykursýki af tegund 2. Finnsk rannsókn birtist 1999 og er í megindráttum samhljóða Bandarísku rannsókninni sem birt var 2002. Bandaríska rannsóknin tók til tæplega 3300 einstaklinga af báðum kynjum og ýmsum kynstofnum á aldrinum 25 – 85 ára. Einstaklingarnir sem tóku þátt voru allir með skert sykurþol og of feitir, þ.e. í verulegri hættu á að fá sykursýki á allra næstu árum. Helsta niðurstaðan var sú að með því að kenna fólki heilbrigða lifnaðarhætti sem leiða til hóflegrar megrunar, mætti fækka nýjum tilfellum af sykursýki um a.m.k. 60% á 3 árum. Þetta gafst betur heldur en lyfjameðferð. En hér dugðu engin vettlingatök og þurfti vel skipulagt kerfi fræðslu og eftirlits. Þetta er auðvitað ekki á færi einstakra áhugamanna eða heilbrigðisstarfsfólks, hér þarf hugarfarsbreytingu hjá allri þjóðinni að frumkvæði ráðamanna. Það er ekki nóg að einstakir heilbrigðisstarfsmenn, landlæknir eða Samtök sykursjúkra kveði sér hljóðs, heldur þurfa stjórnmálamenn og stjórnsýslan öll að leggjast á árar.
|
Sykurstjórn - HbA1cMarkmið sykurstjórnar til langs tíma er að lina einkenni sjúklingsins án þess að valda honum skaða eins og til dæmis sykurföllum.
Tvær aðferðir er algengt að nota til að meta ágæti blóðsykurstjórnar. Í fyrsta lagi mælingar á blóðsykrinum sjálfum í einingunum mmol/l og í öðru lagi mæling á svokölluðu HbA1c sem er í einingunni % sem reyndar verður breytt í einingarnar mmol/mol. Sjá vefsíðu hér. Blóðsykurmælingar gefa mikilvægar vísbendingar um áhrif hreyfingar, mataræðis og lyfja. Þannig eru þær nauðsynlegar ef við ætlum að breyta af skynsemi t.d. skömmtun insulins. Hins vegar er þetta bara blóðsykurgildið á þeim tíma sem blóðdropinn var tekinn og getur því alls ekki gefið fullkomnar upplýsingar um blóðsykurstjórn til langs tíma. Til er aðferð til þess að meta blóðsykurstjórnina yfir lengra tímabil. Þetta er oftast í daglegu tali nefnt “langtímaprófið” og er það skammstafað HbA1c. Sumir kalla þetta sætt eða sykrað hemóglóbín eða sykraðan blóðrauða, en aðalatriðið er að mæling á þessu endurspeglar sykurstjórnina síðustu 6 - 8 vikurnar áður en mælingin er tekin. Hemóglóbín (Hb) er prótein sem finnst í rauðu blóðkornunum. Blóðsykur getur bundist þessu próteini sem þá kallast HbA1c. Til einföldunar má segja að HbA1c gefi til kynna hve mikill blóðsykur hefur fest við rauðu blóðkornin á ákveðnu tímabili. Magn HbA1c er í réttu hlutfalli við meðalsykurinn á lifitíma rauða blóðkornsins. Það er því þannig að við erum í raun ekki að mæla blóðsykurinn sjálfan heldur er þetta óbeint mat á sykurstjórnuninni yfir langan tíma (6 - 8 vikur). Flestar rannsóknir á sykursýki, sykurstjórn og fylgikvillum tengja niðurstöður sínar við HbA1c. Þannig hefur komið í ljós að ef HbA1c er sem næst eðlilegu, eru litlar líkur á fylgikvillum, en ef HbA1c er hátt eru meiri líkur á fylgikvillum þegar til langs tíma er litið. Þetta á við alla fylgikvilla. Sérhver sykursjúkur ætti að stefna að ákveðnu marki hvað varðar HbA1c. Segja má að almenna reglan sé sú að HbA1c ætti að vera 7% (53mmol/mol) en þeir sem ekki eru sykursjúkir hafa HbA1c á bilinu 4 - 6%. Vísbendingar eru þó um að það geti verið æskilegt að fara enn neðar en 7% og því er 6.5% sett sem markmið fyrir suma - sérstaklega yngra fólk og þá sem eru nýgreindir. En auðvitað er þetta einstaklingsbundið. Vegna eðlis langtímaprófsins (HbA1c), hafa skammtíma sykurbreytingar eins og t.d. við veikindi í 1-2 daga, lítil áhrif á HbA1c. Það þarf talsvert lengri tíma til þess að valda breytingum á þessu prófi eða a.m.k. 4 vikur. Mikilvægt er að fylgjast reglulega með HbA1c og mæla á allt að 3ja mánaða fresti. MeðferðMataræði er auðvitað hornsteininn að því að ná árangri í meðferð sykursýki og á það við um tegund 1 og tegund 2. Hér er bæklingur frá LSH sem miðast helst við tegund 2 en ég vísa annars í fyrirlestur, teymisvinnu og umræðufundi. Þessar ráðleggingar eru reyndar ekki svo frábrugðnar því sem allir landsmenn ættu að miða við sem hollt fæði. Hvað varðar sykursýki af tegund 1 og þá sem hafa tegund 2 en eru á insúlíni þarf til viðbótar færni í að áætla kolvetnamagn fæðu og taka tillit til þess við áætlun insúlínskammta.
Meðferð sykursýki af tegund 2 snýst ekki bara um sykkurlækkandi meðferð enda er þarna á ferðinni vandamál sem snýst einnig um þyngd einstaklingsins, blóðfitu, blóðþrýsting, storkukerfisröskun osfrv. Sjá umfjöllun um efnaskiptavillu hér til hliðar. ![]() Dugi mataræði ekki eitt og sér til að ná meðferðarmarkmiðum í sykursýki af tegund 2 er gripið til lyfja sem má taka um munn. Sumir telja reyndar að allir ættu að taka metformín og nýjustu straumarnir í þessum málum er "einstaklingsmiðað val" eins og fram kemur í myndinni hér til hliðar sem endurspeglar sameiginlegar leiðbeiningar evrópu og ameríku. Það tekur því miður ekki mið af þeirri staðreynd að fjárráð heilbrigðiskerfa eru ekki óþrjótandi og ekki er endilega víst að nýju dýru lyfin séu betri en þau gömlu. Við höfum upplifað það á síðustu árum að lyf sem voru hyllt sem nýir bjargvættir hafa reynst auka líkur á ýmsum alvarlegum afleiðingu - verið hreinlega hættuleg. Til eru íslenskar leiðbeiningar um meðferð sykursýki af tegund 2 en hér að neðan er svo tafla yfir helstu töflurnar.
Insúlín og önnur sprautumeðferðSykursýki á sjúkrahúsiSykursýki greinist oft fyrst á sjúkrahúsi og það er mikilvægt að hafa á takteinum hvernig má bregðast við þar. Sem dæmi ef einstaklingur kemur á bráðadeildina og er með blóðsykurhækkun sem gæti verið ný greining eða versnun á fyrirliggjandi sjukdómi. Eitt af aðalatriðunum er að átta sig á lífsmörkum (er sjúklingur stabíll) og því hvort viðkomandi sé í ketósu (Diabetic ketoacidosis eða sykursúr. Á legudeildum inni á sjúkrtahúsinu koma ýmsir möguleikar til greina, allt frá stökum aukagjöfum insúlíns yfir í ýmsar tegundir dreypa. Hér eru nokkur flæðiskema sem má styðjast við.
![]()
|
Marklýsing
|
LíkamsskoðunÞegar varðar sykursjúka er nauðsynlegt er að geta skoðað hjarta- og æðakerfi og auk þess fætur mtt æða og tauga. Hér er grein um fótamein sykursjúkra á Íslandi.
Hér fyrir neðan er svo ágætt video frá Geeky Medics |