Innkirtlasjúkdómar
Þessi vefur er fyrst og fremst stuðningur fyrir 4. árs læknanema við HÍ. Vefurinn snýst um innkirtlafræði sem er undirsérgrein lyflæknisfræði.
Innkirtlasjúkdómar eru fjölmargir og sumir mjög algengir. Þeir eru meðal helstu heilsufarsvandamála nútímans. Þeir verða til við raskanir á hormónastarfsemi líkamans. Hormón eru efni af ýmsum gerðum sem stýra starfsemi líkamans. Hormónum er dæmigert seytt inní blóðrásina frá einu líffæri (innkirtill), en hafa svo áhrif á starfsemi annars líffæris á fjarlægum stað í líkamanum. Þau geta þó haft bein áhrif á nágrannafrumur eða jafnvel sjálfa upprunafrumuna. Stýring seytunar er dæmigert með neikvæðri afturvirkni.
|
|
Hverjar eru kröfurnar á námskeiðinu?
Námskeiðið í lyflæknisfræði er bæði klínískt og fræðilegt (LÆK202F og LÆK203F), er staðsett í um miðju læknanáminu, fremur snemma í klíníska hluta þess. Kröfurnar eru því óhjákvæmilega miðaðar við þessa staðreynd. Námskeiðið er námskeið í almennnum lyflækningum og því er innan innkirtlafræðinnar fyrst og fremst fjallað um grundvallaratriði sem allir læknar þurfa að hafa góð tök á. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að slaka á kröfum um að nemendur tileinki sér ákveðna grunnþekkingu á viðfangsefnum sérgreinarinnar. Það verður a.m.k. að vera hægt að að treysta því að útskrifaðir læknar geti af skynsemi, þekkingu og öryggi tekist á við algeng innkirtlavandamál, svo og brugðist við bráðum alvarlegum vandamálum af festu, þó hin síðarnefndu séu ekki endilega algeng.
Markmiðið með náminu er að undirbúa ykkur undir almenn læknisstörf sem aðstoðar- eða deildarlæknar eða sem heimilislæknar. Í því felst að þið verðið að geta tekið á móti sjúklingi með algengt innkirtlavandamál, tekið sjúkrasögu og komist að niðurstöðu um greiningu á aðalkvörtun, skoðað með tilliti til viðkomandi kvörtunar eða vanda, geta forgangsraðað fyrstu rannsóknum, túlkað framansagt í samhengi og gert ykkur grein fyrir fyrstu viðbrögðum.
Til þess að ná þessum markmiðum þarf ákveðna grunnþekkingu (utanbókarlærdómur) og svo skilning á lífeðlisfræðilegum ferlum (sem kenndir hafa verið fyrr í náminu). Þetta hjálpar við að setja hlutina í samhengi og skilja þannig að við munum. Það þarf því að lesa texta og hlýða á fyrirlestra og er þessi vefsíða vonandi leiðbeining um helstu atriði sem fara þarf yfir. Raunveruleg tilfelli þar sem þið eruð gerendur festa þættina svo í minni þannig að þið getið nýtt námið í starfi. Til þess eru klíníkkur, deildarvinna, göngudeildir og umræðufundir. Það þarf því að nýta sér þetta. Það þýðir ekki að vera áhorfandi - það verður að vera gerandi.
Markmiðið með náminu er að undirbúa ykkur undir almenn læknisstörf sem aðstoðar- eða deildarlæknar eða sem heimilislæknar. Í því felst að þið verðið að geta tekið á móti sjúklingi með algengt innkirtlavandamál, tekið sjúkrasögu og komist að niðurstöðu um greiningu á aðalkvörtun, skoðað með tilliti til viðkomandi kvörtunar eða vanda, geta forgangsraðað fyrstu rannsóknum, túlkað framansagt í samhengi og gert ykkur grein fyrir fyrstu viðbrögðum.
Til þess að ná þessum markmiðum þarf ákveðna grunnþekkingu (utanbókarlærdómur) og svo skilning á lífeðlisfræðilegum ferlum (sem kenndir hafa verið fyrr í náminu). Þetta hjálpar við að setja hlutina í samhengi og skilja þannig að við munum. Það þarf því að lesa texta og hlýða á fyrirlestra og er þessi vefsíða vonandi leiðbeining um helstu atriði sem fara þarf yfir. Raunveruleg tilfelli þar sem þið eruð gerendur festa þættina svo í minni þannig að þið getið nýtt námið í starfi. Til þess eru klíníkkur, deildarvinna, göngudeildir og umræðufundir. Það þarf því að nýta sér þetta. Það þýðir ekki að vera áhorfandi - það verður að vera gerandi.
Marklýsing
Það er ekki auðvelt að skilgreina skýrt hvað er “undergraduate” og hvað er “postgraduate” námsefni og verðið þið að styðjast við almenna skynsemi og svo auðvitað þarf að kunna í þaula það sem er algengt. Þið ættuð einnig að hafa hugmynd um normalgildi helstu prófa innan endocrinologiu, svo sem skjaldkirtilsprófa og einnig geta skilgreint sykursýki. Þið ættuð að geta útskýrt hvað er hormón, hver er munurinn á hugtökunum endocrine, paracrine og autocrine. Þið ættuð að þekkja hvaða hormón er framleitt í hvaða kirtli og hvernig við komandi kirtli er stýrt, þ.e.a.s. hafa grunnþekkingu á stýrikerfi (afturvirkni og framvirkni) hvers kirtils. Hvað varðar klíniska skoðun sem snýr að innkirtlum, þá ættuð þið að vera fær um skoðun skjaldkirtils (thyroid status), heilatauga, hjarta og æðakerfis og taugakerfis í fótum. Þið ættuð að þekkja helstu einkenni endocrine sjúkdóma og hafa á takteinum fyrstu áætlun um hvernig ætti að nálgast vandamál sem sjúklingurinn kvartar um og þá er átt við bæði í skoðun svo og fyrstu rannsóknir. Sem dæmi um kvartanir mætti nefna þyngdartap, þyngdaraukningu, svitaköst, þreytu, hitaóþol, hjartslátt, fyrirferð á hálsi, þorsta, ofsamigu (polyuria), tíðastopp, ófrjósemi, mjólkurflæði (galactorrhoea), stinningarvanda (impotence), sjónsviðstruflun, svima, háþrýsting og snemmkominn og seinkaðan kynþroska. Þið ættuð að þekkja grundvallaratriði rannsókna í endocrine sjúkdómum, þ.e. þekkja fyrstu próf sem beitt er við rannsókn á hverjum endocrine sjúkdómi en flóknari rannsóknaplön eins og til dæmis mismunagreiningu Cushing´s syndrome er óþarfi að þekkja.
Klíníska Kennslan og ábyrgð nemans
Á legudeildarteymi starfa að jafnaði 1-2 unglæknar og sérfræðingur. Sérfræðingarnir eru margir í hlutastöðum og hafa einnig fjölmargar aðrar skyldur svo sem að starfa á göngudeild, sinna vísindastörfum osfrv. Sérfræðingurinn er því ekki alltaf til staðar á teyminu en mun leitast við að kenna með daglegri vinnu og benda ykkur á gagnlegar greinar og ítarefni og ef tími vinnst til bjóða uppá umræðufundi.
Hér gildir að hver er sinnar gæfu smiður og ábyrgðin á því að bera sig eftir björginni er algjörlega nemandans. Við sérfræðingarnir viljum öll hafa nemendur sem leita skýringa, sem spyrja um rök og ástæður fyrir gerðum okkar og er það hluti af því að starfa á akademísku sjúkrahúsi sem hefur velferð skjólstæðinganna að leiðarljósi.
Á göngudeildum eru að jafnaði 2 eða fleiri sérfræðingar að störfum samtímis og kennslan fer fram samhliða vinnunni. Ráðgefandi sérfræðilæknir dagsins er ykkar bakhjarl en er oft ekki sami einstaklingur frá degi til dags. Aðrir starfsmenn teymisins eru oft hafsjór fróðleiks og praktískra ábendinga sem gagnast ykkur ekki síður en mal sérfræðilæknisins.
Rétt er að minna á að þetta er hugsanlega eina tækifærið sem þú hefur til þess að kynnast innkirtlasjúkdómum.
NOTAÐU TÍMANN VEL.
Hér gildir að hver er sinnar gæfu smiður og ábyrgðin á því að bera sig eftir björginni er algjörlega nemandans. Við sérfræðingarnir viljum öll hafa nemendur sem leita skýringa, sem spyrja um rök og ástæður fyrir gerðum okkar og er það hluti af því að starfa á akademísku sjúkrahúsi sem hefur velferð skjólstæðinganna að leiðarljósi.
Á göngudeildum eru að jafnaði 2 eða fleiri sérfræðingar að störfum samtímis og kennslan fer fram samhliða vinnunni. Ráðgefandi sérfræðilæknir dagsins er ykkar bakhjarl en er oft ekki sami einstaklingur frá degi til dags. Aðrir starfsmenn teymisins eru oft hafsjór fróðleiks og praktískra ábendinga sem gagnast ykkur ekki síður en mal sérfræðilæknisins.
Rétt er að minna á að þetta er hugsanlega eina tækifærið sem þú hefur til þess að kynnast innkirtlasjúkdómum.
NOTAÐU TÍMANN VEL.